Páskadagur
Páskaegg voru étin hér í morgun, stelpurnar leituðu að eggjunum í stofunni og fundu fljótt, enda voru þau ekki falin neitt sérstaklega vel. Ég át alltof mikið súkkulaði en það gerir ekkert til, maður gerir þetta einu sinni á ári.
Kalkúnninn er kominn inn í ofn og svitnar þar næstu fimm tímana. Dýrið lítur alveg ágætlega út og ég er spenntur að sjá hvernig aprikósufyllingin kemur út. Það lá við að fuglinn kæmist ekki fyrir inni í ofni.
Stelpurnar eru afskaplega tjúnaðar eftir sælgætisát morgunsins en eru núna að fara út í garð að leika sér, þurfa á því að halda. Ég veit ekki alveg hvað ég að á að gera næstu tímana - fótbolti í sjónvarpinu á eftir, ég þyrfti að taka saman kofatimbrið fyrir framan hús og svo á maður eftir að gera sitthvað í eldhúsinu. En fyrst skal hangið á netinu.