Örvitinn

Garðvinna í sólinni


Í sólskininu í dag tókum við smá skurk í garðinum fyrir framan hús. Gyða rótaði í beðum en ég reif kofann sem hefur verið að morkna í tvö ár og sagaði nokkrar greinar, fann ekki klippurnar. Sólin entist ekki lengi en það var gott að ljúka þessu verki - skutlast með timbrið í sorpu á morgun. Svo er bara að vona að það komi fleiri góðviðrisdagar á næstunni svo hægt sé að taka skurk í garðinum, klippa tré, róta í beðum og raka lauf - það er af nógu að taka.

dagbók