Gyða keypti þessi blóm sem eru að blómgast í stofunni. Ég tek myndir af öllu sem hreyfist þessa dagana.. og í þessu tilviki, því sem ekki hreyfist :-)
Ansi fallegir aþeistar sem þú hefur þarna smellt mynd af :)
Ætli einhverjir fræðingar geti ekki kristnað þessar liljur með slatta af þeólógíu :-)
Takk :-)
Auðvitað lýg ég svo hér að ofan, páskaliljan hreyfist en reyndar óskaplega hægt.
Svona leit blómið út í hádeginu í dag. Prófaði að setja peysu á stólbaki í bakgrunninn til að fá öðruvísi contrast.
Hér er svo smá hluti úr myndinni hér að ofan í raunstærð, þ.e.a.s. ekkert minnkað.
Kirkegaard útlagði textann um liljur vallarins (Mt. 6.28) svo frægt var. Líkti þeim raunar við heiðingjana. :)