Bókalisti
Fékk tvær bækur lánaðar hjá tengdó í gær, bókalistinn hefur því stækkað örlítið. Ég á reyndar eftir klára að skrifa nokkra punkta um síðustu bók sem ég las en ég les alltof lítið um þessar mundir.
Er að glugga í bók sem ég hef átt lengi, In Defense of Secular Humanism, sem er ritgerðarsafn eftir Paul Kurtz. Er að pæla í grein sem heitir The Scientific Attidue versus Antiscience and Pseudoscience, stefni á að gera úrdrátt úr henni og greininni The new censors of science
Hér eru bækurnar sem bíða uppi í hillu.
- The roaring nineties - Stiglitz
- Öreindirnar - Houellebecq
- Davinci lykillinn
- Hitler's willing executioners
- Adventures in a tv nation
- Stormur
- Quicksilver - Neil Stephenson
Birkir - 30/03/04 00:15 #
Jamm... Enn og aftur ruglum við saman reitum, bókmenntalega séð.
Ég er búinn að vera að glugga í Hitler's Willing Executioners undanfarið, er nýlega búinn með Storminn, og er að bræða það með mér hvort ég á að láta mig hafa það að lesa DaVinci kóðann sem allir eru að slefa yfir. Best að ég bíði eftir umfjölluninni frá þér!
Matti Á. - 30/03/04 23:27 #
Bætti þremur bókum á listann síðustu helgi. Hef þegar skrifað um Reefer madness en á eftir að lesa The Crisis of Islam og Israel & Palestine, Why They Fight and Can They Stop?.
Nú þarf að gera átak í lestrinum :-)