Örvitinn

Haltra um

Ég fékk ansi vćnt spark aftan í kálfa á ćfingu í gćrkvöldi og er ađ drepast í fćtinum, haltra um eins og ... tja, ég haltra um.

Ćfingin var annars óhefđbundin. Ţegar viđ mćttum í Laugardal kom í ljós ađ Reykjarvíkumót var í gangi (yngri flokka, 2.fl held ég) og ţví fengum viđ ekki völlinn. Húsvörđurinn sagđi ađ framkvćmdarstjóri (Ţróttar?) hefđi sent tölvupóst á alla ţjálfara og látiđ vita, en hvorki ég né ţjálfari meistaraflokks ÍBV höfđum heyrt af ţessu. Kjánalegt líka í ljósi ţess ađ símanúmeriđ mitt var á vísum stađ og ţví hefđi ekki átt ađ vera mikiđ mál ađ hringja í mig.

Viđ fórum á gervigrasiđ viđ Austurbćjarskóla og spiluđum ţar í rúman klukkutíma. Af einhverjum ástćđum eru ljósin ţar slökkt klukkan tíu á kvöldin, en viđ spiluđum áfram viđ skímuna af nćrliggjandi ljósastaurum auk ţess sem viđ lögđum tveimur bílum viđ hliđ vallarins og lýstum upp međ bílljósum. Ţetta var svosem skárra en ekkert. Ég veit ekki hvort ţađ var lýsinging eđa eitthvađ annađ, en ég varđ fyrir óvenju mörgum spörkum í gćrkvöldi.

heilsa