Örvitinn

Lokað á umræður

Það er ágæt regla að loka fyrir athugasemdir þegar umræður eru orðnar langar eða komnar út fyrir efnið. Ekki er þó sama hvernig farið er að.

Fyrir stuttu tók ég þátt í umræðu á bloggi og óhætt er að segja að þar hafi ýmsar skoðanir komið fram. Að lokum stoppaði eigandi bloggsins umræðuna, gott og blessað - hann hefur rétt á því.

En það sem er furðulegt er að hann lokaði á umræðuna strax eftir ómálefnalegt og heimskulegt innlegg vinar hans. Með öðrum orðum, vinurinn fékk að henda inn athugasemd og svo var lokað, þannig að ekki er hægt svara ruglinu. Þarna þykir mér bloggarinn hafa misstigið sig, vonandi óviljandi, því annað væri dæmi um skítlegt eðli.

Nei, hér verður ekki vísað neitt. Ég gerði dauðaleit að póstfangi þessa bloggara, svo ég gæti sent honum ábendingu í tölvupósti, en fann hvergi. Vildi bara koma þessu frá mér.

Ég loka bara fyrir athugasemdir þegar færslur eru orðnar mjög gamlar - hef þó lítið gert af því. Lokaði einu sinni tímabundið á athugasemdir frá einum aðila sem var með skítkast og leiðindi - opnaði þó fyrir hann fljótt aftur.

vefmál
Athugasemdir

Óli Gneisti - 11/03/04 13:42 #

Það var nú bara gott að það var lokað fyrir þennan leiðindaþráð, hann var kominn út í svo mikið bull að ég hefði allavega ekki skrifað neitt í viðbót þarna.

Þessi umræddi vinur bloggarans er nú búinn að dæma sig vel og vandlega úr leik þegar hann kom með athugasemd sem sýndi að hann hafði ekki einu sinni gert almennilega tilraun til að kynna sér málið.

Matti Á. - 11/03/04 13:47 #

Þræðinum mátti loka, en tímasetningin var kjánaleg í ljósi síðustu athugasemdarinnar.

Umræddur vinur bloggarans hefur aldrei, mér vitandi, gert minnstu tilraun til að setja sig inn í nokkuð mál!

Þetta ku vera nafnlausar dylgjur - þær eru víst móðins í dag :-)

Örvar - 12/03/04 01:53 #

Nokkrar athugasemdir frá viðkomandi bloggara. Mér fannst umræðan við færsluna hafa hlaupið sitt skeið og lokaði því á frekari ummæli. Ég ætlaði að láta seinustu ummælin mín vera lokaorðin en svo bættust ein við. Ég lét þau vera, og beið í circa hálfan sólarhring með að loka (en gerði það ekki strax eins og þú fullyrðir ranglega). Sama umræða var í gangi við að minnsta kosti þrjár aðrar færslur í öðrum bloggum. Eins og þú bendir á þá er þetta réttur minn. Ég hef lítinn tíma til að standa í þessu og dettur ekki í hug að halda úti bloggi sem einskonar korki (með þráðum) svo aðrir geti rætt þar saman í fjarveru minni. Ég hef venjulega aðeins opið fyrir ummæli í stuttan tíma - þú hefur kannski tekið eftir því að það er ekki opið fyrir ummæli við neinar af eldri færslunum.

Allt eins og þú getur ýjað að skítlegu eðli mínu hér þá hefður þú getað svarað seinustu ummælunum á þínu eigin bloggi, hefðir þú fundið raunverulega þörf til þess. Sama gildir um alla hina (fyrir utan einn) sem höfðu komið með ummæli.

Varðandi "vin minn" þá myndu ég glaður vilja kalla hann því nafni. Sannleikurinn er þó sá að kynni mín af honum er þau sömu og þín, þ.e. öll í gegnum netheima.

Hefður þú gert dauðaleit af netfanginu mínu þá hefðir þú auðveldlega getað fundið það. Ég fékk hinsvegar ábendingu frá öðrum "vini mínum" um að það væri nú ekki heillavænlegt að loka svona á ummælin. Þrátt fyrir það lét ég vera að opna aftur fyrir þau, og þetta væl þitt hér hefur því engin áhrif á mig.

Örvar - 12/03/04 02:33 #

Smá "leiðrétting", ég virðist hafa lokað fyrir ummælin eitthvað fyrr en mig minnti. Það hefur verið upp úr 9 í morgun, þá 9 tímum eftir lokaummælin mín. Það hafði verið opið fyrir ummæli við færluna í vel rúmlega þrjá sólarhringa sem ætti að vera nægur tími svo alla sem vildu gæti tjáð sig um færsluna. Ég hafði að vísu framlengt umræðunni með spurningum til Óla, en það var orðið augljóst að ég fengi engin svör frá honum.

Ps. Hefði viðbótin þín ekki bara verið "rugl" ótengt upprunalegu færslunni? Eða ætlaðir þú kannski að svara spurningunni sem ég lagði fyrir Óla.

Matti Á. - 12/03/04 09:30 #

Örvar, Binni setti inn færslu klukkan hálf fjögur um nóttina og þú lokaðir fyrir athugasemdir klukkan níu þann morgun. Það er ljóst að ekki gafst tækifæri til að svara þeirri athugasemd. Ef hún hefði verið málefnaleg væri það svosem í lagi, þó má svosem segja að athugasemd Binna er varla svaraverð.

Eins og kemur fram hér fyrir ofan hef ég ekkert út á það að setja að þú lokir fyrir athugasemdir, það er þinn réttur og sjálfsagt að gera það þegar umræður eru orðnar langar eða komnar út fyrir efnið. En að láta athugasemd Binna standa óáreitta og ósvaranlega er afskaplega lélegt að mínu hógvera mati.

Ég hafði ekkert hugsað mér að svara spurningunni sem þú lagðir fyrir Óla, eins og þú væntanlega, sá ég að umræðan var komin út í vitleysu - eins og gjarnan þegar trúmenn og trúleysingjar eiga samræður.

ps. Það er illa gert af þér að skemma nafnlausar dylgjur, nú er allur ljómi farinn af þeim!