Örvitinn

Át á mig gat

Fórum í kvöldmat til tengdaforeldra minna og fengum saltkjöt og baunir. Ég át á mig gat, mest af baununum, kartöflum og rófum, en líka alltof mikið af saltkjöti.

Sat og gluggaði í Skírni fyrir mat, las um Lúkasarguðspjall, kristna siðfræði og hjónabandið og krist í sögulegu ljósi. Fannst þetta skondin lesning!

dagbók
Athugasemdir

Skúli - 25/02/04 08:14 #

Segðu okkur endilega meira af því Matti! :)

Matti Á. - 25/02/04 09:15 #

Til hvers að segja frá þegar maður getur ýjað að :-)

Fannst grein Róberts Haraldssonar um stórmennskuna áhugaverðust enda þekki ég grein Kristjáns Kristjánssonar um efnið.

Lúkasarguðspjallargreinin var áhugaverð þar sem kjarni hennar var að það ætti ekki að taka neitt bókstaflega sem þar stendur, heldur lesa á milli línanna um samfélagið sem hún fjallar um. Póstmódernísk lokaorð um texta voru mjög fyndin.

Greinin um hjónabandið var skondin vegna þess hversu mikil flækja þessi kvennafræði er, greinin var þó ágæt samantekt.

Greinin um hinn sögulega krist sagði svo allt nema að kristur hafi ekki verið til og sögurnar séu fals. Mér fannst greinin í raun fjalla um það hvaða aðferðir menn hafa fundið til að réttlæta trú sína á sögulegan krist þrátt fyrir þá þekkingu sem við höfum öðlast.

Skúli - 25/02/04 11:06 #

"Til hvers að segja frá þegar maður getur ýjað að :-)"

Bíddu, að hverju ertu þarna að ýja? ;)

Matti Á. - 25/02/04 11:38 #

Svosem engu, með því að segja að mér þætti þetta skondin lesning slapp ég við að fjalla nánar um efnið en gaf um leið í skyn að þessar greinar væru drasl, sem þær eru ekki.

Skúli - 25/02/04 15:14 #

Einhvern tíma benti ég Birgi á að verða sér út um þetta eintak af Skírni.

Já, greinarnar eru ágætar og sýna líka hvernig ólíkir höfundar nálgasta sama viðfagnsefnið hver úr sinni áttinni: rómv.kaþólskur, feministi og Lútherani par exellance.