Fíkniefnalöggan og fíklarnir
Var að horfa á Ísland í dag á Stöð2 í gærkvöldi þar sem rætt var við fíkniefnalöggu útaf ofsóknum handrukkara. Svosem lítið sem hann gat sagt karlinn en hann svaraði þó flestu ágætlega.
Einu hjó ég eftir, hann fullyrti að fíkniefnalögreglan eltist ekki við neytendur fíkniefna á Íslandi. Ég man ekki betur en að hafa lesið eftirfarandi frétt á mbl.is í janúar 2001.
Tæplega þrítugur karlmaður var sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en við leit í íbúð í borginni í mars sl. fundust 0,26 grömm af maríjúana í fórum hans.
Mér þykir ólíklegt að menn hafi haldið að þessi gaur væri að díla með 0,26grömm af maríjuana í fórum sínum, samt var hann handtekinn og ákærður. Sem betur fer höfðu dómstólar vit á því að sýkna hann í þessu tilviki, en það er alveg ljóst að lögreglan hefur að minnsta kosti verið að eltast við fíkla í gegnum tíðina, hvernig sem ástandi er svo núna. Svo má ekki líta framhjá því að margir smádílerar eru vafalítið fíklar að fjármagna notkun sína.
Er svo ekki eitthvað furðulegt við það að á litlu landi eins og Íslandi komist fíkniefnasalar upp með það að klaga hvorn annann í lögguna og kaupa sér þannig grið? Á löggan ekki að fara á eftir þeim öllum og gefa skít í alla samninga ef markmiðið er að koma í veg fyrir sölu eiturlyfja
RUNZAC - 08/08/04 20:56 #
Þarna var rætt við yfirmann fíknó í Rvík. Deildin rannsakar innflutningsmál og sinnir langtímarannsóknum. Almenna deildin í Rvík sinnir fíkniefnamálum af miklum móð og fara í húsleitir einnig. Það er löngu liðin tíð að dílerar geti keypt sér frið fyrir lögreglu