Örvitinn

Skilur ekki af hverju ég léttist

Sirrý kommentaði við færsluna á undan en ég færi athugasemdina hingað. Ég á ennþá eftir að setja upp athugasemdakerfi óháð færslum. Var reyndar að láta mér detta í hug sáraeinfalda útgáfu af því, smelli því kannski inn á eftir til að prófa. Hvað um það, hér er kommentið og svar mitt.

Finnst að þú eigir að hafa athugasemdarkerfi á matardagbókini þinni. En alla vega skil ég ekki að þú léttist á þessu mataræði sko :c) hefði kannski átt að kikja á þyngdartölurnar líka en alla vega myndi ég bæta og bæta á mig ef ég borðaði svona.

Ég vil ekki hafa athugasemdir við matardagbókina vegna þess að það þarf ekkert að vera að ég haldi henni lifandi, ég hef hana uppi svo lengi sem mér finnst hún gagnleg en tek hana niður þegar ég hætti að nenna að uppfæra hana (eða er kominn í rosa form).

En af hverju léttist ég? Í fyrsta lagi hef ég ekkert lést í þessari viku. Í öðru máli borða ég yfirleitt frekar lítið í hvert sinn og í þriðja lagi hef ég ósköp lítið borðað af óhöllum mat. Snerti ekki sælgæti, gos, snakk eða þess háttar.

Það er ekkert rosalega sniðugt að borða mikið pasta á kvöldin, en í gærkvöldi fór ég t.d. í fótbolta klukkan tíu, þannig að ég komst upp með það þá.

Ég passa mig á því að sleppa ekki öllu, þessi þykkmjólk með karamellu sem ég fékk mér klukkan þrjú í dag var alveg á mörkunum, en ég komst að því þegar ég var að taka hanavelja niðri í eldhúsi að hún var hitaeiningasnauðari en þykkmjólk með "sex kornum og ferskjum"! Reyndar fæ ég mér ekki þykkmjólk með karamellu aftur, þetta er viðbjóður :-)

Málið með að borða svona oft, eins og ég reyni að gera, er semsagt að borða lítið í hvert sinn en verða aldrei svangur. Hægt og rólega er ég líka að reyna að skipta út óhollum hlutum. T.d. ætti ég að fá mér hafragraut á morgnana en ekki ristað brauð, en það gengur ekki upp þegar ég er skutla stelpunum í leikskólann á morgnana. Ég þarf líka að vera duglegri við að fá mér ávexti á milli mála og reyna að hafa það fjölbreyttara, ekki endalausar appelsínur :-)

heilsa
Athugasemdir

Már Örlygsson - 22/01/04 16:13 #

Hefurðu eitthvað skoðað kenningar sem snúa að því að minnka inntöku á stuttum kolvetnakeðjum (aðallega: hvítur sykur, kartöflur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, maís) í sömu máltíð og þú borðar fitu, frekar en að beinblína bara á fitu og absolute-fjölda hitaeininga eins og "hefðbundnar" megrunarkenningar ganga flestar út á.

Ég þekki fólk sem hefur notað slíkar aðferðir með góðum árangri, til að optimera brennslu þeirra hitaeininga og næringarefna sem það innbyrðir.

Ég er alls ekki að mæla með Atkins apparatinu heldur frekar Montignac mataræðinu. (Sjá mismuninn þarna á: www.levkowetz.com inline leitaðu að orðinu "Atkins")

Matti Á. - 22/01/04 16:37 #

Ég hef kynnt mér atkins kúrinn í gegnum tíðina, komst ekki hjá öðru, og var ekki hrifinn en get ekki neitað því að hann hefur virkað hjá fólki í kringum mig. Er sjálfur ósköp lítill kúra maður og tek þetta frekar með offorsi :-) Mikilli hreyfingu og gjörbreyttu (hollar) mataræði.

Ég held það sé skynsamlegt, næstum því common sense, að fara eftir því sem mér sýnist í fljótu bragði Montignac mataræðið snúast um. Á síðunni sem Már vísar á stendur m.a.:

The Montignac diet is not based on restricting your carbohydrate intake. On the contrary, it emphasises that it is important to have a sufficient intake of carbohydrates. You should eat a balanced composition of different kinds of food. The essence of Montignac's diet is however that a very few but common sources of carbohydrates have been refined by man to the point where the body have trouble handling them well, and you should not choose those as your source of carbohydrates. What happens if you eat those is that first your insulin levels will be severely heightened while the body is trying to cope with the rush of carbohydrates, as a result of this your blood sugar level will be driven far, far lower than it should go (this is the point where you feel sleepy after eating), but as the insulin level is still high, fat will now be stored away in places you don't want it to go. undirstrikun mín

Þetta er líka kosturinn við að borða svona reglulega eins og ég geri um þessar mundir, blóðsykurinn fellur aldrei mjög mikið og því er minni hætta á að maður borði of mikið. Verst að það er ansi erfitt að temja sér að borða eitthvað á tveggja - þriggja klukkustunda fresti.

Eitt vandamálið er að ég elda (og borða) helvíti mikið pasta. Yfirleitt eru þeir réttir frekar hollir en ég er meðvitaður um að kolvetnin í pastanu eru ekki mjög heppileg. Maður þyrfti eiginlega að temja sér að hreyfa sig alltaf eitthvað eftir slíka máltíð :-) eða verða sér úti um eitthvað gott gróft pasta.

Ég hef eitthvað skrifað um Atkins í gegnum tíðina.

Kolvetni djöfulsins Meira um megrun Atkins kúrinn Dr. Atkins allur

Már Örlygsson - 22/01/04 16:46 #

Ég hef prófað að sleppa alveg öllum sykri og stuttum kolvetnakeðjum úr mataræði mínu í ca. mánuð, og eftir það þá fann ég í fyrsta skipti mjög skýrt hvað gerist þegar maður étur stutt kolvetni eða sykur. Þegar líkaminn er búinn að venja sig af sykrinum þá kemur insúlínsjokkið eins og slaghamar yfir mann og maður verður hreinlega vankaður á eftir.

Heilsuhúsið og Yggdrasill hafa frábært úrval af góðu, hollu heilhveitipasta og hýðishrísgrjónum, og ég af fenginni reynslu þá eru þetta bragðbestu pasta- og hrísgrjónamáltíðirnar sem ég fæ þegar ég borða svoleiðis. Matarkostnaðurinn hækkar smávegis, en mér finnst ánægjan af matnum aukast mun meira.

...en auðvitað er það bara minn smekkur.

Matti Á. - 22/01/04 17:56 #

Það er oft erfitt að finna jafnvægi á milla gæða og verðs á matvælum, ég kaupi í dag yfirleitt það ódýrasta sem í boði er til að halda matarkostnaði niðri. Kaupi mikið magn af pasta, dósamat og þess háttar vörum í Bónus, frosinn kjúkling frekar en ferskan og tilboðsvörur eftir því hvað er í boði. Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég vafalítið bara kaupa það besta.

Mig hefur lengi langað til að læra að búa til pasta, held það sé ekki flókið og þannig geti maður prófað sig áfram með mismunandi tegundir.

Hýðishrísgrjón hef ég aldrei eldað sjálfur, bara smakkað hjá grænum kosti og líkað vel við. Finnst allt sem ég hef fengið þar gott þannig að ég ætti kannski að læra að elda að þeirra hætti.