Örvitinn

Vísun í yfirvald

Önnur þýðing mín af Skeptic's Dictionary er komin inn á Vantrú. Í þetta skipti er það pistill um vísun í yfirvald. Efnið var valið af gefnu tilefni! Reyndar er stefnan sett á að byrja á því að þýða sem flestar grunngreinar því það er svo víða vísað í þær úr öðrum greinum á Skeptic's Dictionary.

Ég átti í dálitlum vandræðum með að þýða þetta, sérstaklega notkunina á irrelevance í merkingunni fallacy of irrelevance. Ég þýddi hugtakið aldrei beint en talaði þess í stað um að sá sem vísað er í væri málinu óviðkomandi eða að um væri að ræða vísun í yfirvald sem tengist málinu ekki. Gallinn við seinna dæmið er að þar er hægt að skilja þetta sem svo að það sé vísunin sem tengist málinu ekki, þegar átt er við að það sé yfirvaldið sem sé irrelevant. Ég notaði <em> í þessum tilvikum til að aðgreina "vísun" frá, veit ekki alveg hvort það er rétt aðferð.

Sem fyrr, ef þið hafið athugasemdir við þýðinguna, kommentið þá endilega hér, en ef þið viljið ræða efni pistilsins, setjið þá athugasemd við hann.

efahyggja