Morgunleikfimi
Dreif mig í Sporthúsið í morgun, skutlaði stelpunum í leikskólann og var mættur í ræktina klukkan níu, tók létta æfingu og fór í vinnuna, stimplaði mig inn rétt fyrir tíu. Það lá við að ég nennti ekki að fara í morgun en Inga María vaknaði snemma og ég var kominn snemma af stað með stelpurnar þannig að ég hafði enga afsökun til að fara ekki. Mætti Óla á leiðinni úr ræktinni, allir eru nú farnir að hreyfa sig :-)
Ég held að þetta komi ágætlega út að fara á þessum tíma, vissulega verða æfingarnar dálítið stuttar en það þarf ekki að skipta miklu máli - maður er þá ekkert að gaufast við þetta og hálftími á að vera nógur tími í lóðunum. Ég get ekki farið fyrr á morgnana þar sem ég skutla stelpunum í leikskólann og strax eftir vinnu er versti tíminn til að fara í ræktina. Hugsanlega fer ég eftir níu á kvöldin einhverja daga.
Fótbolti í kvöld ef veður leyfir.