Örvitinn

Undirflokkar í MovableType

Er búinn að vera að fikta í undirflokkum í dagbókinni í dag, er að nota subcategories plugin frá David Raynes. Þessi færsla er t.d. í Movable Type flokknum sem er undir tækni.

Ég veit ekki alveg hvort ég er að fíla þetta. Mér finnst dáldið sniðugt að geta flokkað færslurnar í undirflokka og ég held að fólk fái betra yfirlit yfir færslurnar. Útlitið á þessu er hörmung eins og er en það er kannski hægt að laga það eitthvað.

Það tekur hrikalega langan tíma að endursmíða category síðurnar, ég myndi giska á þetta taki meira en tíu sinnum lengri tíma með þessu plugin. Hluti ástæðunnar er að flokkarnir eru miklu fleiri en svo þarf líka að gera meira í hvert sinn sem síða er smíðuð. Ég hef líka grun um það vanti index á töfluna sem verið er að nota í þetta, kíki á það seinna.

Ég ætla að halda áfram að gera tilraunir með þetta, er ekki alveg að átta mig á því hvort ég eigi að nota þetta eða hvernig.

04.01.2003 02:00
Ég tók þetta plugin út þar sem það var svo rosalega þungt. Ég gat t.d. ekki gert rebuild á öllum vefnum þegar því var installað. Í staðin er ég bara með listann hérna hægra meginn sem gegnir í raun svipuðu hlutverki. Eins og ég sagði hér fyrir ofan, þetta er allt í þróun.

movable type
Athugasemdir

Gummi Jóh - 02/01/04 23:14 #

Prufaðu bara eins og ég geri. Að setja flokkana í eins töflur og vísanir og nýjustu færslur eru hjá þér. Kemur fínt út.. finnst mér allaveganna ;)

Gleðilegt nýtt ár annars.

Matti Á. - 02/01/04 23:38 #

Gleðilegt nýtt ár.

Já, ég þarf að ramma þetta inn. Það er einfalt að breyta þessu þar sem hægri ramminn er sér .html síða og því get ég prófað ýmsar útgáfur. Er meira að spá í conceptinu núna!

Gummi Jóh - 03/01/04 00:13 #

ég myndi droppa þessum hringjum sem eru fyrir framan :)

Matti Á. - 03/01/04 01:24 #

Jamm :-) þetta var bara óformataður <ul><li> listi. Skelli style="list-style:None" á þetta. Ætla svo að prófa mig áfram.