Örvitinn

Svefnleysi

Ég var andvaka í nótt, skreið í rúmið klukkan tvö og bjóst við að detta útaf um leið en lá svo og bylti mér til 04:30, man a.m.k. ekki eftir að hafa séð hærri tölu á vekjaraklukkunni. Inga María vaknaði í millitíðinni og mér tókst að svæfa hana aftur sínu rúmi.

Berst við að halda mér vakandi, skaust út í Nettó áðan og keypti Magic sem ég fæ mér í neyð enda er það eini koffíndrykkurinn sem ég drekk. Spurning hvort það taki því eitthvað að laga þetta ástand skömmu fyrir nýarsnótt.

Það væri kannski sterkur leikur að hætta að hlusta á Neil Young og fara frekar út í System of a Down eða eitthvað álíka.

dagbók