Örvitinn

Vantrú lifnar við

Vantrú er að lifna við aftur. Því miður hafa allar slóðir breyst og munu hugsanlega breytast örlítið næstu daga, en svo verður þetta komið í stabílt form. Ég þarf aðeins að fikta í þessu meira. Eins og formið á linkunum er núna takmarkast þetta við eina færslu á dag, sem ætti að duga en dugar náttúrulega ekki, maður verður að gera ráð fyrir undantekningunum, kannski er málið að fylgja leiðbeiningunum hans Más alla leið. Þetta er ósköp lítið mál þegar einhver er búinn að vinna alla rannsóknarvinnuna fyrir mann :-)

Útlitið á vefnum er alveg hrátt ennþá, það verður lappað upp á það. Virknin er aftur á móti komin í lag og allar gömlu færslurnar eru inni.

Athugasemdir virka mun betur og ekkert ætti því að stöðva trúmenn í að taka virkan þátt í umræðunum.

efahyggja
Athugasemdir

Halldór E. - 19/12/03 09:14 #

Ég er búin að reyna í tvo sólarhringa að lesa færslu á vantrú.net, Allir þurfa góða granna. Hún virkar ekki, það er augljóslega EKKI fullnægjandi að hafa vísunina dagsetningu.

Matti Á. - 19/12/03 09:48 #

Þetta er þekkt vandamál á vantrú sem ég laga í kvöld. Málið er að eins og ég setti þetta upp þar klikkar þetta þegar það er meira en ein færsla á dag, mér fannt það sniðug hugmynd fyrst en sé betur núna :-)

Ég ætla að breyta þessu og er að spá í að hafa slóðirnar þar á forminu: vantur.net/nyold/ernonnitharna.html eða kannski bara með sama sniði og hérna.

Aftur á móti get ég ekki lagað gamlar vísanir á sama hátt á vantrúarvefnum sem id-in hurfu þar sem gamli grunnurinn fór í steik.