Örvitinn

Jólasveinar hafa kosti og galla

Helsti kostur jólasveinanna er að krakkar verða beinlínis æst í að fara að sofa svo þau fái eitthvað í skóinn. Það er lítið mál að svæfa mínar stelpur þessa dagana.

Stærsti gallinn er sá að það er afskaplega erfitt að sannfæra þau um að kúra áfram á morgnana. Ég á að vakna með þeim í fyrramálið, vonandi ekki eldsnemma.

14.04 09:00

Stelpurnar sváfu til hálf níu sem telst gott á þessu heimili, ég get semsagt ekki kvartað.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 14/12/03 16:51 #

Ég skal kvarta! Vaknaði kl. 06:20 í morgun!

Matti Á. - 15/12/03 09:37 #

úff, það gerist sem betur fer eiginlega aldrei á mínu heimili. Það kemur fyrir að Inga María vaknar fyrir sjö, en afskaplega sjaldan.

Eggert - 15/12/03 10:50 #

Gerðist aftur í dag. Þriðja daginn í röð.