Veislan
Við hjónin fórum á lokasýningu á Veislunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Við sátum ekki við enda borðsins hjá Hilmi Snæ eins og til stóð heldur við mitt veisluborðið, á besta stað, beint á móti Rúnari og Ingu Maríu og við hlið Yapi Donatien Achou.
Flestir kannast við söguna sem byggir á dönsku kvikmyndinni Festen. Veisla er haldin á fjölskylduóðalinu til að fagna sextugs afmæli fjölskylduföðursins. Þrjú börn hans eru mætt en ein dóttir er nýlega látin og setur það skugga á veisluna.
Tvíburarbróðir hennar varpar svo sprengju í veisluna þegar hann segir frá því að faðir þeirra hafi misnotað hann og tvíburasystur hans þegar þau voru börn.
Það var mögnuð upplifun að fara á þessa sýningu og vera á meðal leikara inni í miðri atburðarrásinni. Nálægðin er slík að stundum langaði manni að skipta sér af atburðarrásinni, en ég er reyndar alltof hlédrægur til að slíkt gæti gerst. Þegar hasarinn er sem mestur ofan á borðinu hélt fólk fast í glasið sitt, það er magnað að ekki hafi neitt sullast í hasarnum. Samkvæmt mínum heimildum hefur það gerst að minnsta kosti einu sinni að áhorfandi sem sat við hlið Hilmis fór að hugga hann þar sem hann sat niðurbrotinn við hlið hennar. Ég skil hana vel.
Leikarar stóðu sig afburðavel að mínu mati, mest mæðir á Hilmi Snæ og Rúnari Frey og voru þeir báðir magnaðir. Hilmir hefur lengi verið besti leikari þjóðarinn að mínu mati og Rúnar er að koma ansi sterkur inn.
Það var einstaklega gaman að sjá að leikararnir voru alltaf í hlutverki, jafnvel þegar fókusinn var ekki á þeim. Hilmir Snær grét, Rúnar bölvaði og svo framvegis.
Matur var borinn fram með sýningunni og var hann ágætur, humarsúpa í forrétt var borin fram hálf köld, humarinn var ekki þiðinn í súpunni hennar Gyðu. Í aðalrétt var fisktvenna með salati og súkkulaðibúðingur í desert. Hvítvínið var fínt.
Að lokum vil ég koma því á framfæri að Nanna Kristín Magnúsdóttir er með undurfögur brjóst og sannar að það er ekki stærð brjóstanna sem skiptir máli. Ég var dolfallinn :-)