Afmælisstress
Þrítugsafmælið er á laugardag, Gyðu finnst ég ekki nógu stressaður. Það er alveg satt hjá henni en ég held þetta reddist. Ég á bara eftir að spá í mat og áfengi :-P
Þetta verður ekki fjölmennt boð, vonandi mæta samt flestir sem ég bauð og endast þokkalega lengi, ég ætla ekki í bæinn :-) Eitthvað áfengi verður í boði, matur líka svo fólk drepist ekki.
Ef þér er ekki boðið en finnst að þú ættir að vera á staðnum er það líklega rétt, ráðið við því er einfaldlega að hafa samband og/eða láta sjá sig ;-)
Gyða - 20/11/03 08:00 #
Stress er í sjálfum sér ekki nauðsynlegt en að setjast niður og skipuleggja fáeina grundvallarhluti er í mínum huga mjög nauðsynlegt. En ætli ég eigi ekki bara að vera glöð að þú hafir yfir höfuð sest niður og boðið gestunum restin hlítur að reddast ja eða þá að þú kemur við í sjoppu eftir boltann og kaupir snakk og gos fyrir gestina þína :-Þ
Bjarni Örn - 20/11/03 09:30 #
Ég ætla að segja strax til lukku með daginn. Ég verð pottþétt búinn að gleyma þessu þegar þú átt afmæli. Málið er að þegar ég er að læra þessi japönskutákn að þá dettur alltaf eitthvað út í staðinn og afmælisdagurinn þinn mun fjúka. Ef þú hefðir boðið mér með smá fyrirvara að þá hefði ég nú kíkt við í einn bjór eða svo :)
Kiddi - 20/11/03 22:22 #
Til hamingju með áfangann. Þetta er eitthvað sem við komumst ekki hjá. Manni finnst vera svo stutt síðan maður var í Verzló en áður en maður veit af er maður orðinn giftur þriggja barna faðir.
Davíð - 21/11/03 12:25 #
Hvenær er mæting???