Örvitinn

Í dag var þetta helst

Skellti mér í ræktina eftir vinnu, fyrsta skiptið í þessari viku. Hef reyndar bara lyft einu sinnu í viku síðustu þrjár-fjórar vikur. Þessi vika telst þó ágæt þar sem ég hreifi mig eitthvað fjóra daga í röð, Henson æfing á miðvikudagskvöld, innibolti í gærkvöldi, World Class áðan og innibolti aftur á morgun.
Ég er semsagt í fótbolta þrisvar í viku um þessar mundir. Ég verð að reyna að komast í ræktina þrisvar líka, þá væri þetta orðið helvíti fínt.

Gyða og Áróra skelltu sér í leikhús að sjá með fulla vasa af grjóti. Ég er heima með Ingu Maríu og Kollu. Inga María er komin í rúmið en Kolla vakir ennþá, er að horfa á vídeó. Ég þarf að hringja í ættingja og bjóða í afmælið hennar Ingu Maríu á sunnudag.

dagbók heilsa prívat