Tannsteinn
Ég fór í árlegu heimsókn til tannlćknis í morgun. Eins og vanalega var ekkert ađ, ţađ hefur ekki veriđ gert viđ skemmd í kjaftinum á mér síđan 1989.
Í heimsóknum mínum er rútínan alltaf sú sama, "rosalega er hann međ fínar tennur"
segir ađstođarkonan "ef allir vćru međ svona fínar tennur fćru allir allir tannlćknar á hausinn"
segir Hannes tannlćknir og hreinsar svo tannsteininn. "Ţú ferđ međ ţessar tennur í gröfina", segir hann í hvert skipti.
Í morgun fékk ég áhugaverđan fyrirlestur um tannsteinamyndun, orsök og afleiđingar.
Eina ađgerđin sem ég hef fariđ í hjá tannlćkni síđustu árin er ţegar endajaxlar voru rifnir úr mér fyrir nokkrum árum. 1999 hafđi ég ekki fariđ til tannlćknis í tíu ár. Var fariđ og verkja og kíkti til Hannesar sem reif jaxlana fyrirhafnarlítiđ úr mér. Eftir ţađ hef ég svo mćtt til hans samviskusamlega einu sinni á ári, setst í stólinn í fimmtán-tuttugu mínútur og tek viđ kveđju til mömmu.
Ég man aldrei eftir ađ skila kveđjunni.