index.xml uppfærist við hverja athugasemd
index.xml er endurbyggð í hvert sinn sem athugasemd er sett inn. Ég þarf greinilega að skoða þetta eitthvað nánar þar sem klan bottinn hans Árna tekur mið af aldri index skrárinnar en ekki innihaldi. Kannski er miðað við lastBuildDate fieldið, ég veit það bara ekki.
Því heldur klanið (listann má sjá á tenglasíðunni ) að ég sé sífellt að uppfæra síðuna mína.
Ég var búinn að stilla rebuild type mod þannig að index.xml ætti bara að endurbyggja þegar ný færsla er skrifuð eða breytt. Reyndar er það nokkurn veginn það sem gerist þegar athugsemd er send inn, þ.e.a.s. þá er færslan sem athugasemdin er sett við endurbyggð. Ég þarf að kíkja á þetta í kvöld og sjá hvort ég geti ekki lagað þetta.
Árni - 29/10/03 13:05 #
Klanið sækir bara http headerinn og les last updated, ætli movable type hendi ekki út nýju xml-i í hvert skipti sem hún buildar indexinn?
Annars finnst mér það fínt því þá sé ég hvort einhver sé búinn að kommenta á síðuna hjá þér, hér eru líflegustu umræðurnar :)
En ég get skilið að sumum finnist það óþægilegt..