Þyngd dagsins
Í gær fjarlægði ég þyngdartölurnar úr dagbókarkerfinu. Ég hafði haft þann gang á að skrá þyngdartölu dagsins einfaldlega inn sem dagbókarfærslu. Þyngdin var titill færslunnar sem var tóm að öðru leiti.
En þyngdartölurnar eru ennþá til staðar þó þær séu ekki lengur í dagbókarkerfinu.
Ég bjó til lítinn gagnagrunn í MySQL (bara ein tafla) og flutti gögnin yfir. Skellti svo saman litlum python scriptum til að lesa og skrifa í grunninn. Þetta tekur náttúrulega miklu minna pláss svona auk þess sem ég gat eytt rúmlega 400 skrám af vefþjóninum.
Það er einkar einfalt að nota python til að meðhöndla gögn í gagnagrunni og þetta var því lítið mál. Ég nota svo SSI til að hjúpa cgi scriptið þegar ég sýni gögnin. Kannski skrifa ég örlitla færslu um python og MySQL bráðlega.
Þyngd dagsins er sú lægsta hingað til, 82,3kg. Meðaltal síðustu tíu daga er líka það lægsta, 83,85. Í fyrsta sinn sem meðaltalið fer undir 84 kg. Þetta mun þauþó væntanlega hækka örlítið næstu daga þar sem mjög lágar tölur detta út úr hreyfanlega meðaltalinu.
Ég er ekki þunnur lengur :-)