Æfing kvöldsins
Ekki nema tíu voru mættir klukkan hálf níu þegar æfingin byrjaði. Við skiptum í lið og hófum að spila eftir að hafa stytt völlinn dálítið. Lárus og Orri mættu nokkrum mínútum síðar og Oddi svo skömmu eftir það. Vorum við því þrettán þar til einhver englendingur bættist í hópinn, vorum þá fjórtán.
Ágæt æfing, góður bolti. Ég skoraði ekki eitt einasta mark í kvöld! Alveg magnað, nógu mörg færi fékk ég. Get þó huggað mig við að ég lagði upp nokkur mörk og hljóp helvíti mikið.
Enduðum á úrslitamarki sem Birgir skoraði fyrir hitt liðið, klíndi boltanum út við stöng af löngu færi. Í annað skipti í röð sem ég tapa á úrslitamarki á æfinu.
Regin - 10/10/03 08:57 #
Hvaða þyngdartala er þetta? Varstu fullur í gær? :):)82.9 er þetta ekki all time low?
Matti Á. - 10/10/03 13:35 #
Þyngartöluna er hægt að útskýra með þessari æfingu sem segir frá í færslunni, auk þess borðaði ég hóflegan kvöldmat hálf sjö í gærkvöldi, tveimur tímum fyrir æfinguna.
Ég veit svo ekki hvort vigtin er eitthvað að bila, ég sá nefnilega lægri tölu en þetta á vigtinni í morgun en tók að lokum meðalgildi.
Þetta er lang lægsta þyngdartalan hingað til auk þess að meðalgildi síðustu tíu daga er einnig það lægsta síðan mælingar hófust.
(Matti - að installa Visual Studio .Net á vinnutölvunni)