Dagbókarfikt: mt rebuild type mod
Var að setja upp mt rebuild type mod. Stórsniðug viðbót við MT sem gefur manni möguleika á að stjórna því hvaða skrár eru endurbyggðar þegar nýjar athugasemdir, trackback ping eða færslur eru settar inn í dagbókina. Núna t.d. er index.xml ekki endurbyggð þegar ný athugasemd er sett inn.
Ég er nú ekki búinn að mæla þetta nákvæmlega en mér sýnist þetta vera sprækara þegar athugasemdir eru settar inn. Tekur reyndar ennþá dáldinn tíma, en tók rosalega langan tíma áður.
Þar sem ég er að hýsa þetta á ansi hægvirkum server er ég ansi spenntur fyrir öllum svona brellum. Á myndinni sést hvernig rebuild type er stillt hjá mér.
Var næstum búinn að gleyma einu, ég tók cookie stuðninginn út, fannst það alltof mikið drasl per síðu fyrir litla virkni. Setti trackback rdf kóðann aftur inn í staðinn.
Tryggvi R. Jónsson - 08/10/03 10:21 #
Sniðug viðbót! En er ég að missa af einhverju eða er ekki hægt að setja sömu stillingar á "Archive-Related Templates" ?