Sex kílómetrar á 28:20
Besti tíminn hingað til í skokkinu í morgun. Fór sex kílómetra á 28:20, síðustu tvö skipti hef ég verið að fara þetta á 29:20
Ástæðan fyrir þessu er að ég var að flýta mér í morgun, var búinn að mæla mér mót við mann klukkan hálf tólf og þurfti því að vera frekar röskur. Ekki að það hafi munað um þessa einu mínútu :-)
Byrjaði hratt, var kominn í 11km/klst eftir eina mínútu, 12km/klst eftir þrjár og 13.3km/klst skömmu síðar. Jók svo hraðann í 14-15 í lokin. Ég var alveg við það að gefast upp á tuttugustu mínútu en beit á jaxlinn. Það er fátt betra en að sigra sjálfan sig í svona puði, vera við það að gefast upp en gera það ekki.
Hér eftir verð ég að taka þetta af sama krafti, spurning um að stefna á 28:00 bráðlega. Held ég fari ekkert að hlaupa þetta hraðar en það.
Arnaldur - 07/10/03 14:01 #
Hahaha, Snilld!
Nú er bara að bóka fundi eftir hverja æfingu. Þú verður farinn að hlaupa á 25 mín þannig.