Örvitinn

Vesen að eyða færslum í MT

Mér finnst óþarflega mikið vesen að eyða dagbókarfærslum í MT. Fyrst eyðir maður færslunni í dagbókarkerfinu, svo þarf maður að rebuilda forsíðuna og rss yfirlitið eða gera rebuild all sem er tímafrekt en öruggt. Þvínæst þarf maður að eyða html skránni sjálfri af disknum en MT gerir það ekki.
Jamm, ég hef rekist á þetta áður, var bara að rifja þetta upp rétt í þessu :-)

Færslan var sárasaklaus en óþörf.

movable type
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 06/10/03 13:42 #

Þetta er einmitt mjög algengt vandamál og ég fann haug af skrám sem voru ,,dauðar" undir skráasafninu sem MT skrifar út í. Ég tók mig til í gærkvöldið og rebuildaði allt draslið, gerði svo find . -ctime +1 til að finna allt sem var meira en dags gamalt og fann nokkuð margar skrár sem voru annað hvort færslur sem voru "Draft" eða þá sem ég hafði eytt á einhverjum tímapunkti. Svo eyddi ég draslinu og til að vera viss um að hafa ekki brotið neitt rebuildaði ég allt draslið aftur. MT virðist bara alls ekki eyða skrám sama hvað á gengur, sem bíður upp á talsverðan sóðaskap.