Örvitinn

Endaþarmskókaín

...Mennirnir voru teknir til frekari skoðunar og við röntgenskoðun kom í ljós að þeir voru með smokka með kókaíni uppi í endaþarmi. Voru mennirnir settir í gæslu uns efnin skiluðu sér niður af þeim og liggur fyrir játning um að fíkniefnin hafi átt að fara í söludreifingu hérlendis.

Tekur það ekki dáldið glansinn af kókaíninu að því sé smyglað til landsins í endaþarminum á einhverju burðardýri. Mér finnst ákveðin kaldhæðni í því að eiturlyfi uppanna sé smyglað til landsins í görnum.

Kannski þetta geti verið gæðamerki. "Þetta kókaín kom til landsins í görninni á fyrirsætu, hún hefur ekki haft hægðir í þrjú ár", "Við notum einungis grænmetisætur við innflutning okkar".

eiturlyf
Athugasemdir

Gyða - 06/10/03 10:13 #

Mannstu ekki eftir herferðinni gegn eiturlifum mynd af drullugum smokki, hvar hefur þitt efni verið eða eitthvað slíkt (var allavegana skilaboðin man ekki hver textinn var). Þetta var á öllum strætóum fyrir kannski ári jafnvel tveim árum.

Óskar - 06/10/03 10:17 #

Það er allt lífrænt í dag og líka flutningarnir. he he he

Matti - 06/10/03 12:39 #

Ég var búinn að steingleyma þessum auglýsingum :-)