Örvitinn

Dagbókarfikt - SSI

Enn fikta ég í dagbók. Í þetta skiptið með því að setja inn dálk vinstra megin hjá stökum færslum. Í dálknum eru meðal annars vísanir á nýjustu skrifin.

Þetta gerði ég með því að búa til nýtt template í MT þar sem ég listaði nýjustu færslur. Breytti svo template-inu fyrir stakar færslur og notaði Server Side Includes til að setja dálkinn inn. Því munu allar færslur ávallt innihalda vísanir á nýjustu færslur.

SSI virkar þannig að þegar beðið er um síðu athugar vefþjóninn hvort ákveðnar skilgreiningar séu á síðunni. Ef svo er framkvæmir hann breytingar á síðunni og skilar svo til notenda.

Í mínu tilviki er þetta afskaplega einfalt, ég segi servernum bara að setja þessa skrá inn í dálk vinstra megin. Skráin er uppfærð í hvert sinn sem eitthvað breytitst í dagbókinni.

Þar sem allar dagbókarfærlsurnar eru í sama folder þurfti ég ekki að breyta endingunni á þeim í .shtml heldur segi ég apache einfaldlega að líta á allar .html skrár í þessum ákveðna folder sem SSI. Þannig virkar líka vísanir á síðurnar áfram óbreyttar.

Nú er ég bara að velta fyrir mér leitarvélum, vildi helst að leitarvélar myndu hunsa þessar viðbætur. Veit að það er hægt að stilla SSI útfrá user-agent, spurning um að gera það fyrir algengustu leitarvélaþrælana, þannig að þær fái ekki dálkinn.

Server Side Includes og leitarvélar

forritun
Athugasemdir

JBJ - 29/09/03 22:58 #

Ef þig klæjar í forritunarputtana þá er ég með WFC og WFD þróun í fullum gangi :p