Listin að þrífa hor
Mikið vorkenni ég barnlausu fólki að missa af þeirri upplifun að þrífa hor. Ekki sníta nef, það er önnur og minni kúnst. Þá þarf að passa að sníta mjúklega því annars er hætta á að nefsvæðið verði aumt, ekki nota ódýrustu útgáfu af klósettpappír í þennan verknað. Hér dugar ekkert nema mjúkur eðalpappír.
Við horþrif þarf maður að væta klút og nudda vel því oft hefur hor breiðst út um hálft andlit. Best er að nota handklæði eða þvottapoka og bleyta með volgu vatni. Hafa líka klósettpappir við höndina til að taka stærstu klessurnar úr nefinu sjálfu.
Eftir þrif hefur maður svo horlaust og fallegt barn í höndunum. Í tvær mínútur.
Matti Á. - 29/09/03 15:20 #
Ég mætti nú alveg vera duglegri við horþrifin, klikka svo oft og er ekki með tissjú á mér. Þá þarf maður að grípa næsta laufblað eða það sem er algengara, nota hendurnar og þurrkar þær svo með næsta viðeigandi hlut (vegg, gróður, etc).
Horþurrkun er svo sannarlega mál sem hægt er að ræða ítarlega ef viljinn er fyrir hendi :-)