Fín æfing
Fyrsta Henson æfing þessa tímabils á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Mjög góð mæting, held það hafi verið fimmtán sem mættu. Þar af voru þrír vinir Magga Eyjólfs en það vantaði líka nokkur andlit þannig að vonandi verður nokkuð stabíl mæting í vetur. Það er mjög gott að fá að minnsta kosti tólf.
Spiluðum alltof lengi þar sem engin var á eftir okkur, vorum frá 20:30 til 22:20, byrjuðum reyndar ekki á mínútunni þar sem menn voru að mæta á síðustu stundu. Þarf að reka á eftir mönnum að mæta fyrr næst.
Þetta voru heljar átök, maður hljóp andskoti mikið. Ekki gat ég neitt rosalega mikið en þó eitthvað, skoraði einhver mörk - er búinn að gleyma öllu klúðri (hvaða klúðri?). Arnaldur átti stórleik í upphafi og skoraði nokkur glæsileg mörk en dalaði eitthvað þegar leið á tímann ;-)
Arnaldur - 26/09/03 01:15 #
Já, ég er svo dasaður eftir boltann að ég held ég sé enn að dala!
Fór í stórvandað bað eftir boltann og komst ekki úr því. Varð því að hella garnaseyði í baðið til neyða mig upp úr því. Garnaseyði er lítt þekkt hér á landi en er mikið notað í Tékklandi á ungmeyjar sem ílengjast í heitum pottum. Seyðið veldur sviða í görn, eins og heitið ber með sér.
Annars var þetta ansi hressandi bolti og vonandi að menn mæti vel í vetur og dauðfrysti hreðjarnar.