Að tveimur fylleríum loknum
Ég komst lifandi í gegnum þessa helgi og er satt að segja furðulega hress.
Á föstudagskvöld var semsagt lokahóf/árshátíð/aðalfundur Almenna Fótboltafélagsins sem nú heitir reyndar Henson haldinn heima hjá mér. Ég eldaði Indverskan pottrétt, lambakjöt í karrý. Fullt fullt af áfengi var í boðinu og ekki laust við að ölvun væri almenn. Ég er búinn að setja inn myndir.
Á fundinum bar það til tíðinda að ég var kosinn framkvæmdastjóri klúbbsins einungis vegna þess að enginn annar nennti að taka það að sér :-) og ég nennti ekki að láta ganga á eftir mér.
Ég var líka kosinn leikmaður ársins, eina trúlega skýringin á því er að menn hafi verið ánægðir með matinn :-P, ég vellti mér ekki upp úr því heldur fagnaði ógurlega eins og sjá má á myndinni. Maggi Eyjólfs er nýr þjálfari og Egill er áfram gjaldkeri.
Að sjálfsögðu ræddu menn um fótbolta, frammistöðu okkar og hældu hver öðrum fyrir það hversu miklir snillingar við erum.
Eftir nokkuð stífa drykkju var svo haldið í bæinn, kíkt á Hverfisbarinn, Næsta bar og 22. Rakst á fullt af fullu fólki og skemmti mér ágætlega. Ég fór ekki heim fyrr en klukkan var langt gengin í sjö þennan morguninn, bölvuð vitleysa.
Ég var vakinn um ellefu á laugardaginn og fór í hádegismat til tengdó, var þar ansi þunnur og lagði mig að lokum, fór því ekki á sportbar að horfa á Liverpool leikinn í beinni. Skellti mér í innibolta klukkan fimm og gat ekki neitt, klúðraði einföldustu hlutum, en heilsan skánaði og ég var orðinn þokkalega sprækur eftir boltann.
Eftir boltann fékk ég far í Bryggjuhverfið við Gullinbrú, en þar var bekkjapartí 6-S heima hjá Guðrúnu Þóru. Það var ansi magnað að rölta inn í þennan heim, hitta fólk sem maður hefur ekki séð í allt að tíu ár. Mætingin var þokkaleg en þó vantaði sárlega nokkra aðila.
Ég þurfti að hafa fyrir því að drekka fyrstu bjórana, var ekkert sólginn í áfengið en þetta lagaðist þegar á leið, nokkur hot&sweet skot gerðu svo útslagið.
Stemmingin var ansi fín, líkt og í gamla daga komu strákarnir sér fyrir á einum stað og stelpurnar á öðrum. Sigurhjörtur sagði mér fréttir af Garðbæingum, sumar alveg magnaðar. Eins og gengur og gerist er rætt hvað menn eru að gera, það er frekar þreytt þegar maður er ekki að gera neitt :-)
Stemmingin var orðin all góð þegar strætó kom. Ríjúníonið var haldið í Versölum niðri í bæ, eflaust dæmigert ríjúníon. Þingmaðurinn hélt ræðu, hóf hana á því að hvetja fólk til að aka ekki heim eftir drykkjuna, mér þótti það ekkert rosalega fyndið.
Margir höfðu breyst á þessum tíu árum en flestir voru samt nákvæmlega eins og ég mundi eftir þeim.
Bjórinn var teigaður og ölvun varð nokkuð almenn. Ég lét mig hafa það að fara á dansgóflið og fíflast , hoppaði þegar Sódóma var spilað. Í lokinn spilaði frægi blaðamaðurinn ásamt öðrum gaur á gítar og þeir fáu sem voru eftir sungu með.
Um hálf þrjú var rölt í bæinn, fórum á staðinn sem einu sinni hét Aztró en heitir eitthvað annað í dag, það var troðfullt þarna inni - ágæt stemming svosem. Dönsuðum eitthvað þar og svo fór ég heim tiltölulega snemma, var kominn heim um fjögur held ég.
Vaknaði svo bara hress og sprækur í dag - er dáldið þreyttur ennþá en ekki rassgat þunnur. Förum í barnaafmæli klukkan fimm, spurning hvort maður verður ennþá hress.