Undirbúningur fyrir kvöldið
Fór í ræktina með Didda í morgun og tók ágætlega á því. Samdi við hann um að sjá um forrétt fyrir mig í kvöld, hann ætti að geta hrist eitthvað fram úr erminni fyrir mig enda gerir hann meðal annars kalda forrétti á ágætum veitingastað. Eftir ræktina skellti ég mér í klippingu, fór með drasl í sorpu og kom við í búðinni og pantaði lambagúllas, tvö kíló, það þýðir eitt vænt læri sem verður skorið fyrir mig.
Grillaði mér tvo hamborgara, tróð þeim í mig fyrir framan tölvuna, las einhver blogg.
Ætla núna að skjótast upp í búð, sækja lambagúllasinn, kaupa engifer, hvítlauk, lauk, hreina jógúrt og eitthvað smotterí, koma aftur heim, elda matinn sem ég hita svo bara upp í kvöld. Fara í ríkið og kaupa hvítvín með matnum, 2-3 bjórkassa og flösku af einhverju skoti (fjandakornið á maður að kaupa Hot'n Sweet enn og aftur, nei þá drepst ég)
Sæki svo stelpurnar í leikskólann, baka nan brauð, aðstoða Didda við forrétti...
...og þá er þetta komið.
Þetta væri venjulega prívatblogg, en það er bara svo langt síðan ég setti eitthvað í yfirlitið.