Stíf dagskrá um helgina
Það verður nóg um að vera þessa helgi, annaðkvöld verður uppskeru/árs/loka-hátíð utandeildarliðsins Henson hér heima hjá mér. Ég ætla að elda indverskan karrýpottrétt ásamt kúskús og nan brauði. Með því verður vonandi hvítvín. Eftir mat mun áfengið flæða, nektardansmeyjar dansa og ölvun vonandi almenn.
Á laugardag er það fyrst á dagskrá að sjá Liverpool-Leicester í beinni á einhverjum sportbar, Sýn sýnir leikin en ekki beint heldur tveim tímum síðar. Ég get ekki horft á leikinn þá því þá myndi ég missa af inniboltanum sem nú verður spilaður í fyrsta sinn með nýjum reglum. Hér eftir verður skipt í lið eftir hvern leik með því að draga spil og munu menn safna stigum fyrir hvern sigur. Í lok vetrar mun sá er flest stig hefur fá Whisky flösku. Ég ætla að hirða helvítis flöskuna :-)
Eftir boltann er það svo Verzló ríjúníon, gamli bekkurinn minn hittist fyrst í teiti í Bryggjuhverfinu við Gullinbrú og síðan verður eitthvað skrall í sal úti í bæ.
Ég spái vesöld og þynnku eftir helgi.