Fikt í dagbók - alvöru listar
Allir listar á forsíðunni eru hérmeð alvöru listar. Það er að segja í stað þess að hafa bara linka og <br /> eru þetta núna alvöru html listar og css notað til að stjórna útliti.
Útlitið breytist nákvæmlega ekki neitt, en þetta er réttara svona :-) Það sem um er að ræða er Tengingar, Flokkar, Athugasemdir og Eldri færslur
Nú er bara spurningin hvort fyrstu færslurnar (þær sem birtast á forsíðu) eiga líka að vera í lista?
Már skrifaði um lista í html um daginn og vísaði svo á síður þar sem sýnt er hvernig stjórna má útliti lista með css. Taming Lists er líka ágæt síða.
Mark Pilgrim færir rök fyrir því af hverju maður á að nota alvöru lista: Using real lists (or faking them properly)
Fyrirsagnir á forsíðu eru einnig alvöru fyrirsagnir.
Næsta verkefni er að laga css svo síðan sé læsileg í drasl browserum (IE5.0), aðal dálkurinn lendir undir vinstri dálknum. Búinn að finna ótal leiðir til að gera þetta rétt, þarf að velja eina.
Már Örlygsson - 11/09/03 16:51 #
Töff. Gaman að sjá þetta.
Tryggvi R. Jónsson - 11/09/03 18:14 #
Ég ákvað einmitt að reyna að gera hlutina ,,rétt" en hætti um leið að horfa á hvernig IE sýnir hlutina. Þetta tvennt var næstum búið að koma mér á sterkari geðlyf þannig að ég parkeraði bara IE pælingunum... í bili.