Örvitinn

Fimm ára brúðkaupsafmæli

Í dag eru liðin fimm ár síðan við hjónin giftum okkur, 22. ágúst 1998 héldum við brúðkaupið okkar í félagsheimili Stjörnunnar í Garðabæ. Sér Bragi mætti á staðinn og gaf okkur saman, reyndi að snúa mér til trúar á staðnum en tókst ekki , og svo var haldin snilldar veisla, þó ég segi sjálfur frá. Kvöldið heppnaðist einkar vel og ég held að það sama megi segja um árin fimm. Ýmislegt hefur gengið á, tvær stelpur bæst í hópinn og við erum flutt á nýjan stað. Áróra að verða orðinn unglingur og ég þrjátíu kílóum léttari (ég held ekkert sérstaklega mikið upp á brúðkaupsmyndirnar okkar)

Ekki er ljóst hvort við gerum eitthvað í tilefni dagsins, heilsan er ekki alveg upp á það besta hjá okkur hjónum. En hvítvín verður sötrað og góður matur etinn hvernig sem það verður útfært.

Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast dagsins er bent á að leggja saman í púkk og gefa mér okkur ferðatölvu - eða heimabíó. :-)

fjölskyldan
Athugasemdir

sirryth - 22/08/03 10:14 #

Til hamingju með daginn Gyða og Matti njótið hans vel.

Regin - 22/08/03 11:11 #

Til hamingju. Mér finnst eins og þetta hafi átt sér stað í gær.

Eggert - 22/08/03 13:22 #

Til hamingju! Mér finnst þvert á móti vera liðin 20 ár eða lengur.

Kata - 23/08/03 11:59 #

Innilegar hamingjuóskir elskurnar, endilega reynið að gera eitthvað fyrir ykkur, þið eigið það skilið eftir fimm ára vinnu : )