Örvitinn

Svefnleysi

Inga María vaknaði klukkan fjögur í nótt og var glaðvakandi í einn og hálfan tíma. Ég gaf henni verkjalyf, hún er að taka tennur og því líklegt að það hafi verið að hrjá hana.

Hún sofnaði á öxlinni minni um hálf sex í morgun, svaf svo ekkert óskaplega lengi í morgun.

Ég er alveg hrottalega syfjaður, stefni á að leggja mig í dag þegar Inga María tekur lúrinn sinn. Samt tími ég því varla!

15:00
Ég lagði mig ekki. Inga María svaf frá 12:40-14:00, ég var næstum því sofnaður í sófanum en þorði því eiginlega ekki, var hræddur um að vakna ekki við köllin í henni.

Ég er alveg stjarfur af þreytu, þarf að drífa mig út að rölta með Ingu Maríu, sækja Kollu og gera eitthvað fleira.

dagbók prívat