Fikt í dagbók - athugarsemdarform falið
Athugasemdarformið hefur lengi farið í taugarnar á mér, þykir það stílbrot að hafa það hangandi neðan í hverri færslu, sérstaklega ef færslurnar eru stuttar
Tók mig því til og faldi formið, núna þarf að smella á hlekk, "bæta við athugasemd" til að sjá formið, til að fela formið aftur er smellt á "Fela" sem er undir forminu.
Þetta er afskaplega einfalt og ætti að virka í öllum browserum, ef browserinn styður ekki javascript eða það er slökkt á því ætti formið að birtast á sama hátt og áður
Hér er aðferðin sem ég notaði, í stað <p><MTEntryMore></p> kemur html kóðinn fyrir formið, nákvæmlega eins og hann var fyrir á síðunni.
Látið mig endilega vita ef þetta virkar ekki í ykkar browser, ég hef prófað Thunderbird og IE, er aðallega að velta því fyrir mér hvort þetta virki ekki líka í Safari og Opera.
Ég ætla ekki að gera rebuild á gömlum færslum, þannig að þær uppfærast ekki nema einhver setji inn athugasemd.
14:12
Reyndar birtist formið alls ekki ef slökkt er á javascript stuðning í Thunderbird, ég þarf að skoða þetta betur. Þeir sem hafa ekki javascript stuðning verða því bara að sleppa því að kommenta í bili :-P