Örvitinn

Góðir pistlar

Ég mæli með pistlunum hans Birgis; að vilja verða en ekki vera þar sem hann veltir sér upp úr hversu gleðilegt er að eldast, ég skrifaði smá athugasemd þar, og að gera flugu mein þar sem siðfræði flugnaslátrunar er rædd.

Jói hneykslast á Birni Bjarnasyni. Honum finnst Björn toppa sig þegar hann er farinn að hrósa Ann Coulter, Jói segir svo meira frá Ann Coulter og skrifast svo á við Björn sjálfan. Einar kemur inn á sama mál. Björn Bjarnason er repúblikani af verstu sort og Jói getur hætt að láta sig dreyma þegar hann spyr Jæja á nýjum vettvangi getur Björn kannski komið aðskilnaði ríkis og kirkju í gegn... er það ekki?. Björn mun gera nákvæmlega það sem Biskup segir honum að gera og ekkert annað því Björn er kristnari en andskotinn sjálfur!

Viðar skrifar áhugaverðan pistil um samkynhneigða og kristni. Ég hef lengi verið að velta þessu sama fyrir mér, af hverju eru svona margir samkynhneigðir uppteknir af því að ganga í klúbb sem vill ekkert með þá hafa? Þetta er einmitt það sem ég var að hugsa þegar ég horfði á fréttirnar og bréfið hans Árna kvíabryggjufanga var lesið upp. Maður gerir ekki grín að geðtrufluðu fólki, fjölmiðlar eiga að vita betur.

Ýmislegt
Athugasemdir

JBJ - 05/08/03 12:31 #

Subliminal messages

Fyrst karlinn var að kíkja á þetta má pota þessu að honum!

Matti - 05/08/03 17:18 #

Það er búið að benda Birni svo oft á þetta - og hann er svo oft búinn að afneita þessum möguleika - að það er alveg ljóst í mínum huga að ekkert mun gerast í þessum málum á meðan Björn Bjarnason er Kirkjumálaráðherra. Líklegra að samband ríkis og Kirkju verði styrkt á einhvern hátt.