Baldurs Gate kláraður á einu og hálfu ári!
Í kvöld kláruðum við hjónin loks Baldurs Gate Dark Alliance á ps2. Það er ansi langt síðan ég keypti leikinn, við vorum dugleg að spila hann á sínum tíma en höfum svo ekki farið í hann í langan tíma. Byrjuðum að spila aftur um daginn og höfum spilað eins og brjálæðingar, það er að segja, þegar tími gefst.
Í kvöld vorum við svo loks komin í lokahluta leiksins, eftir að ég kom heim af fótboltaæfingu og stelpurnar voru sofnaðar hófum við lokabardagann. Síðasti hluti leiksins olli okkur reyndar vonbrigðum, lokabardaginn var fáránlega auðveldur. En leikurinn er að okkar mati frábær, mjög gaman að spila hann svona saman.
Þess má geta að við spiluðum leikinn á "easy", já við erum ekki mjög miklar hetjur :-)
Athugasemdir