Örvitinn

Letilíf

Gyða og stelpurnar fóru út í morgun og ég fékk að sofa frameftir í mannlausu húsinu. Svaf semsagt til hádegis, gafst þá upp. Þegar ég var ungur kom það oft fyrir að ég svaf fram á miðjan dag, vaknaði kannski klukkan þrjú á laugardögum og kveikti á sjónvarpinu, lá svo áfram í rúminu og horfði á enska boltann.

Í dag er stefnan tekin á sundferð, ef ekki fer að rigna mun ég jafnvel slá garðinn.

22:30
Við fórum í sund í Breiðholtslaug, stelpurnar skemmtu sér vel. Áróra fór ótal ferðir í stóru rennibrautinni. Hún er sífellt að verða kjarkmeiri, fyrr í sumar þorði hún ekki. Þegar hún var á Spáni í sumar fór hún í risastóran rússíbana, það kom okkur verulega á óvart að hún hefði þorað því.

Inga María og Kolla renndu sér í litlu rennibrautinni aftur og aftur. Kolla fór eina ferð með mér í stóru brautina en var frekar hrædd, vildi ekki fara aftur.

Ég sló ekki grasið.

dagbók prívat
Athugasemdir

Eggert - 22/07/03 22:50 #

Ég geri ráð fyrir því að það þýði að hjá ykkur hafi rignt? :)

Matti - 22/07/03 22:57 #

Ég veit það ekki, jú rigndi ekki eitthvað smá í kvöld :-)

Tíminn fór að mestu í að spila Baldurs Gate, við hjónin getum ekki hætt, tja gátum ekki hætt fyrr en Gyða stakk af í bíó. Nú stefnum við á að klára þennan leik, en við höfum ekki spilað hann í langan tíma.