Tilgangur lífsins - Morgunblaðsgrín?
Ég rakst á afskaplega furðulega grein í Mogganum í dag. Þar skrifar Ívar Páll Jónsson blaðamaður grein um tilgang lífsins og lofar Gvuð kristinna manna hástert. Lítið svosem merkilegt við það í sjálfu sér, oft les maður rökleysur kristinna manna í hinu kristilega Morgunblaði. En ég hjó eftir einu.
Ég hafði lesið greinina áður!
Fjórða júlí skrifaði þessi sami náungi grein um tilgang lífsins í Morgunblaðið þar sem gengið var út frá hreinni efnishyggju, Gvuð kom þar hvergi nærri. Að öðru leyti er þetta nákvæmlega sama greinin, copy-paste, bara búið setja Gvuð inn í stað efnishyggju/tómhyggju.
Er þetta eitthvað geggjað grín í Morgunblaðinu, stílæfingar? Væri ekki nær að nýta plássið og birta greinina hans Sigga?
Ragnar - 21/07/03 09:53 #
Stundum finnst mér allt í lagi að fólk fái ekki að skrifa í dagblöð. Datt þetta í hug þegar ég las þessa færslu hjá þér. Vona samt að Siggi fái sína birta