Ylströndin
Ég verð að hrósa R-listanum fyrir ylströndina í Nauthólsvík, þó þeir hafi klúðrað ýmsu er ylströndin snilldar framtak. Eflaust eru margir frjálshyggjumennirnir sem sjá eftir aurunum (ok. milljónatugunum) sem í þetta hafa farið en ég er ekki einn þeirra.
Ég, Kolla og Inga María fórum í morgun (ég tók nokkrar myndir) og skemmtum okkur stórvel. Busluðum í sjónum, lékum okkur á ströndinni og enduðum í lauginni fyrir framan afgreiðsluna.
Að lokum fórum við í kaffi Nauthól og borðuðum ágætis hádegismat. Á heimleiðinni þverneitaði Inga María að hún ætlaði að leggja sig heima, sofnaði svo í bílnum. Mér tókst að bera hana upp í rúm þar sem hún sefur. Kolla er úti að leika sér, dáldið einmana samt þar sem það eru engir krakkar á hennar aldri hér fyrir utan.
Már Örlygsson - 18/07/03 16:47 #
Fyndið ég var einmitt að segja þetta áðan. Hefði Sjálfstæðisfokkurinn slysast til að klístra þessari strönd þarna þá hefði ég ábyggilega neyðst til að kjósa þá bara fyrir það eitt. :-)
Strákurinn minn var þarna í gærdag með ömmu sinni og afa og skemmti sér konunglega.