Inga María litar
Þær vöknuðu heldur fyrr í morgun stelpurnar en við tókum því nú samt rólega. Kolla var sérstaklega dugleg að leika sér með dótið hennar Áróru og vildi alls ekkert vera að fara á leikskólann. Við fórum nú samt og þær systur voru kátar og hressar á leiðinni.
Þegar við vorum búin að kveðja Kollu á leikskólanum fengum ég og Inga María okkur göngutúr um hverfið, fórum lengri leiðina heim. Stoppuðum að sjálfsögðu á róló hér fyrir neðan og renndum okkur aðeins. Dró stelpuna svo inn, þarf að skipta um föt á henni áður en við förum að versla.
En áður en við förum að versla held ég að það sé rétt að slaka aðeins á, Inga María situr og litar og ég dunda mér í tölvunni.
Mikið er þetta notalegt líf :-)
13:15
Við fórum að versla í Nettó rétt fyrir hádegi. Sú ferð gekk bara ansi vel, þurfti aðeins að rökræða bananaát við Ingu Maríu, hún sætti sig ekki við að þurfa að bíða eftir að við værum búin að borga þar til hún mætti borða banana.
Fórum svo heim og ég hitaði upp afganga af túnfiskpastanum sem ég eldaði í gærkvöldi. Stórfínn matur með rifnum parmesan.
Inga María sefur og ég þarf að gera eitthvað af viti, t.d. halda áfram að vinna í ferilskránni.