Örvitinn

Um tal kvenna

Það er nú dáldið langt síðan ég rakst á umtal síðu feministanna, varð var við tilvist hennar um leið og feministar fóru að smella á linkana á mína síðu. Ég var ekkert að kippa mér upp við þetta, síðan var augljóslega tekin saman til að geta vísað í við umræður, ég sá enga ástæðu til að benda á hana. Ef maður skrifar gagnrýni (hvað þá skítkast) í dagbókina sína verður maður að taka því þegjandi þegar einhver svarar manni/vísar á mann/talar um mann. Þannig er það nú bara.

Það er dáldið klaufalegt að láta nappa sig með því að leyfa google að lesa síðuna, það er lítið mál að stoppa google í því að skoða síður og vista.

En annars finnst mér þessi referer paranója þrælskemmtileg. Um daginn skrifaði ég lítið python scripts sem sækir vefsíður og setur eitthvað bull sem referer, langaði svo að prófa það með því að sækja síður hjá vænisjúku fólki og hafa referer sem http://www.cia.org/todo/ eða eitthvað í þá áttina. Verst að maður getur ekkert átt við client uplýsingarnar (ip töluna, hún er fengin local á servnum en er ekki hluti af HTTP requestinu). Ég er ekki saklaus af því að velta mér upp úr referer vænisýkinni og skráði mig meðal annars á feminista forum um daginn einungis til að geta skoða link á mig þaðan. Það var ekkert verið að tala illa um mig svo ég er ekkert að missa svefn :-)

Varðandi skítkastið sem nú skekur bloggheima, þá finnst mér það óttalega kjánalegt. Skemmtilegast þykir mér að sjá hversu litla stelpan er viðkvæm og brothætt þegar allt kemur til alls.

Svanson túlkar upprunalegu síðuna þannig að hún hafi verið listi um umræðu á lágu plani.


Eg vard nu halfordlaus ad sja thad tynt til sem daemi um skrif a lagu plani. Eru kannski serstakir fyrirlestrar um thad i kynjafraedinni hvernig a ad lesa "dypri" merkingar ut ur skrifum annarra?

Það eina sem ég sé á upphaflegu síðunni sem Svanson getur hafa dregið þessa ályktun útfrá er þetta:
Tekið saman fyrir ráð Femínistafélagsins 3. maí 2003 til að sýna á hvaða nótum umræðan er á Netinu.

Er Svanson ekki sekur um það sem hann sakar aðra um, að lesa dýpri merkingar út úr skrifum annarra?

Ég kaus sjálfur náttúrulega að líta þannig á þetta að þarna væri verið að benda á rjómann í íslenskri bloggflóru þar sem vísað var þrisvar á mína síðu :-P

Hér er annars snilldin sem umtalssíðan alræmda vísaði á:
Ég hugsa, þess vegna er ég ekki feministi Þarna var ég eitthvað að tuða um bleiku bolina frægu.
tilveran og batman, vísanir á myndir Þetta tengist feministum afskaplega lítið í raun.
Öfgakjaftæði og þarna er ég að tuða um grein eftir Sverri Jakobs

Umtalssíðan vísaði aftur á móti ekki á þessar síður:
Feminasistar
Framtíð feministafélagsins
Er ég skyggn?
Eru konur eins og kóngulær?
Sannir karlmenn

Æi, af hverju geta ekki bara allir verið vinir, farið úr fötunum og stundað hópkynlíf :-)

dagbók feminismi
Athugasemdir

Salvör - 04/07/03 16:47 #

Biðst innilega afsökunar um að ég hafi gleymt nokkrum feministabloggum frá þér í umtalssíðunni frægu...:-)

Skal passa að þau komi líka með í nýju óóóopinberu umtalssíðunni sem ég er að taka saman fyrir sjálfa mig :-) :-)

Hej, geturu ekki hjálpað okkur með þessi vefmál? Ég steinlá í þessu að láta google snappa síðurnar...

katrín - 04/07/03 17:30 #

litlu stelpunni fannst bara asnalegt að það væri verið að taka einhver blogg frá henni og setja þarna sem voru nú bara ekkert tengd neinu feminísku.. eins og afmælissöngurinn.. hvað átti ég að skrifa hún á afmæli hún tinni?

Matti Á. - 04/07/03 18:15 #

Ég get skilið að þér þyki kjánalegt að það sé verið að vísa í efni sem ekki tengist feministum, tvær af þremur greinum sem vísað var í á minni síðu tengjast feminisma afskaplega lauslega. Svo virðist sem að listinn hafi verið settur saman í fljótheitum og ekki vandað mjög til verka.

Það er enginn stórglæpur að mínu mati að vísa á blessaða síðuna og rétt viðbrögð hjá Salvöru hefðu verið að fjarlægja bara þessa síðu eða færa hana. Í rauninni var engin ástæða að mínu mati til að fela síðuna eftir að farið var að vísa á hana, efni hennar var ekki svo merkilegt.

Jújú, síðan sem Salvör setti upp í staðinn var kjánaleg en þessi viðbrögð eru að mínu mati fyrir neðan allar hellur, sæmir ekki fullorðnu fólki að láta svona, viðbrögðin eru ekki í neinu samræmi við glæpinn.

Feministar (þ.m.t Salvör) verða líka að gera sér grein fyrir því að með hegðun sinni og framkomu á opinberum vettvangi veita þær á sér höggstað. Málflutningur þeirra er einfaldlega þess eðlis. Ég hef ansi oft baunað hressilega á feminista á þessum vettvangi og oft hlotið skammir fyrir.

Nýja útgáfan af umtalssíðunni er einmitt kjörið efni í vænan þraspistil frá mér.

Stína fína - 05/07/03 14:08 #

Æji, krakkar, hvernig nenniði þessu....