Rekinn
Það er voðalega lítið hægt að fegra þetta. Í dag var mér sagt upp störfum hjá CCP.
Það var lengi ljóst í mínum huga að fyrirtækið myndi þurfa að fækka fólki eftir að leikurinn kæmi út en ég hafði bundið vonir við að ég yrði ekki í þeim hópi. Sú staðreynd að fjöldi áskrifenda er ekki enn jafn mikill og þarf til að standa undir rekstri flýtir þessum aðgerðum.
Ég á inni tvöfalt sumarfrí þar sem ég tók ég ekkert frí í fyrra og svo er þriggja mánaða uppsagnarfrestur sem ég mun ekki vinna. Ég hef því ágætan tíma til að leita mér að vinnu, held það sé best að hefjast handa strax.
Ég verð samt eitthvað að slaka á, ég var á leiðinni í sumarfrí í næstu viku. Það hefst því fyrr en ég ráðgerði.
Regin - 30/06/03 22:06 #
Helv. var leiðinlegt að heyra þetta. Ég hef nú trú á að þú finnir vinnu í hvelli. Maður með reynslu. Var mörgum sagt upp?
Már Örlygsson - 02/07/03 02:34 #
Leitt að heyra. Gangi þér sem allra best að finna eitthvað skemmtilegt að gera.
Hulda Katrín - 02/07/03 08:34 #
Gangi þér vel að finna nýja vinnu, heilmikil endurnýjun í haust á vinnumarkaðinum. Þú ert þannig séð næstum því á besta tíma ársins til að finna vinnu ;) ...always look at the bri.... Kveðja, Hulda
Davíð - 05/07/03 17:02 #
.....Þetta er nú leiðinlegt að heyra kallinn minn. Einhvern tímann sagði einhver "þegar einar dyr lokast þá opnast 10 aðrar." Þú átt eftir að detta á flott dæmi í haust og gefur þessum gaurum "puttann."