laugardags stubbabúðingur
Hér kemur nú yfirlit yfir það sem gerst hefur í dag þó það sé harla lítið og varla merkilegt.
Fórum í hádegiskaffi til tengdó eins og alltaf. Þar fékk ég meðal annars lánaða bók hjá tengdó um sögu átaka Ísraels og Palestínu fyrir byrjendur
og ætla að drífa í að klára hana.
Fórum svo að versla fyrir afmælið hennar Áróru en fjölskylduboðið verður haldið á morgun. Í Hagkaup Smáralind hitti ég Arnar sem ég vann með hjá Stefju en hann hef ég ekki hitt síðan ég hætti þar. Arnar er hress og skemmtilegur náungi og það er ekki laust við að ég sakni Stefju eftir að ég hitti hann. Þeir spila fótbolta reglulega, spurning hvort ég reyni ekki að troða mér með.
Í ríkinu keypti ég tvær kippur af bjór, gaman verður nú að sjá hversu lengi það endist. Þó verður að geta þess að Gyða tekur þrjá með sér í vinnuna sem hún skuldar eftir Eurovisionveðmál sem við hefðum unnið ef Ísland hefði nú bara verið 2 sætum neðar. Í tilefni bjórkaupa ætla ég að grilla, jafnvel þó lítið sé til á grillið, einhverjir pylsugarmar sem henta vel á grillinu meðan ég sötra bjór.
Ég og Inga María horfum nú á stubbana meðan Gyða og Kolla baka uppi í eldhúsi. Stubbabúðingur, stubbabúðingur
Þetta er klassísk skemmtun.
Þessi athugasemd er dáldið skrítin!
Svona færslur eru nú yfirleitt prívat hjá mér og fara því ekki í rss yfirlitið. Ég ákvað að bregða af vananum þar sem ég hef verið helst til duglegur við að skammast út af trúarbrögðum undanfarið. Þykir rétt að eitthvað annað fari á molana en kirkjuskítkast :-)