Örvitinn

Staksteinar

Það var undarleg upplifun að lesa staksteina Morgunblaðsins í dag.

Staksteinar dagsins vitna semsagt í þessa færslu mína. Mér þóttu skrifin nú ekki svo merkileg.

Ég er ekki vanur að sjá nafnið mitt í Mogganum. Öðrum finnst það kannski ekkert merkilegt! Þetta kom flatt upp á mig. Að sjálfsögðu er öllum heimilt að vitna í þvaðrið í mér, ég hefði kannski gert ráð fyrir að Moggamenn hefðu sent mér línu og bent mér á þetta. Þeir vita kannski réttilega að menn komast að því ef Mogginn vitnar í þá!

Þess má geta að ég er ekki áskrifandi að Mogganum. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi tími ég því ekki, munar um aurinn. Ég hef semsagt ekki efni á að væla ef Mogginn fer á hausinn. Í öðru lagi les ég Moggann þar sem ég kemst í hann, hjá foreldrum og tengdaforeldrum um helgar. Í þriðja lagi finnst mér blaðið full íhaldsamt og kristilegt fyrir minn smekk. Mogginn er kristilegur fjölmiðill, ótal reykjavíkurbréf staðfesta það.

dagbók