Örvitinn

SAMT fundur og brúðkaup

Mætti í mánaðarlegt SAMT kaffi í hádeginu. Nú þegar vinnuálagið hefur minnkað er ég byrjaður að mæta aftur. Hitti Birgi sem er í stuttri Íslandsheimsókn.

Mikið var spjallað um heima og geima. Frjáls vilji, meðferðarúræði áfengissjúklinga og krítísk hugsun presta (skortur á) var meðal þess sem rætt var. Þegar ég ók heim (í ofboði, var að verða seinn) hljómaði lagið they're killing Jesus again í útvarpinu, afskaplega viðeigandi.

Klukkan þrjú fórum við í brúðkaupsveislu. Unnar Óli og Vala voru að gifta sig. Unnar Óli eru sonur Þórs sem er bróðir Ásmundar. Þau giftu sig hjá sýslumanni þannig að ég slapp alveg við kirkjubrúðkaup. Slíkar athafnir eru flestar sérlega misheppnaðar að mínu mati. Brúðkaupsveislan var skemmtileg, krakkarnir skemmtu sér vel og veitingar voru glæsilegar.

Kvölmatur var í boði megaviku dómínós, kvöldinu verður eitt í sjónvarps og vídeógláp og EVE spilun.

dagbók
Athugasemdir

JBJ - 01/06/03 00:03 #

ég komst á endimörk EVE og fann roid belti með 5 pirates og 7 hnullungum...