Örvitinn

Helgarskýrslan - afmælisboð

Gærdagurinn var fljótur að líða, fórum til tengdó í hádeginu. Ég og Kolla fórum svo að versla en Gyða fór heim að baka fyrir afmælisboðið hennar Áróru sem verður í dag.

Stelpurnar fóru svo í Eurovision partí til tengdó en við hjónin kíktum í stúdentsveisluna hennar Evu, horfðum þar á eurovision, ég varð svekktur með Rússnesku stelpurnar, engin brjóst - engir kossar. Vorum þar til hálf tíu, sóttum þá stelpurnar og fórum heim. Ég ætlaði að kíkja í þrítugsafmæli til Egils sem ég spila fótbolta með en nennti ekki. Fór bara snemma að sofa.

Í dag er afmælisboð hjá okkur, Áróra býður bekkjarsystkinum og vinum þó hún verði ekki ellefu ára fyrr en þriðja júní. Hér er allt á fullu við að undirbúa, ég á ekkert að vera að stelast í tölvuna...

18:30
Alveg er það dásamlegt þegar barnaafmæli endar, síðasti krakkinn fer :-)

dagbók prívat