Þá er maður að verða kominn á fínt ról aftur. Svaf til tíu, réð ekki alveg við að vakna klukkan níu.
Kíkti á Grænan kost í hádeginu, var ekki mjög spenntur fyrir matnum í vinnunni, var líka frekar seinn í mat þar sem ég var á fullu við að koma út patch meðan serverinn var niðri. Maturinn á grænum kost var mjög fínn. Gyða minnti mig á það áðan að ég hefði ekki verið alltof hrifin af þessum stað þegar við vorum í Háskólanum. Ég held mér hafi þótt skammtarnir full litlir í þá daga.
Hvað um það, allt á góðu róli. Fótboltaæfing í kvöld, það verður helvíti fínt.
Æ æ æ ... menn að festast og EVE rebootar vélinni minni hvort sem er með NVIDIA 41.09 eða 43.45 driverum.
Þrusu gaman... en þarf mikla þolinmæði þegar vélin restartar sér við undock, sérstaklega þegar margt er í gangi.
Jamm, ég var að lenda í því að EVE krassaði á desktop hjá mér á heimavélinni. En ríbútar hann vélinni, það er helvíti hart.
sudda hart... mér er sagt að tékka á driver fyrir móðurborðið á ircinu... kíki kannski á það
æjá.. og svo detta sum hljóð út og önnur ekki :p
Hættur að heyra í mining laser eftir 30 mín spilun eða svo
Vantar bug report fítusinn sem var í betu
Varðandi krassið, værirðu til í að prófa að undirklukka vélina þína í smá tíma og sjá hvað gerist. Ég hef nefnilega grun um að EVE sé dáldið gott stresstest fyrir kælikerfi gjörva.