Örvitinn

Er VG samansafn örvita?

Er 20% íslenskra karlmanna nauðgarar?


Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur nýlega sent frá sér bækling um kvenfrelsi. Þar segir meðal annars: ,,Horfast verður í augu við þá staðreynd að 10-20% íslenskra karla fremja nauðgun sem af hlýst alvarlegt heilsutjón." feitletrun mín M.Á.

,,Þessar tölur eru fengnar úr norrænni rannsókn sem sýni það að 10-20% norrænna kvenna verður fyrir það alvarlegu kynferðislegu ofbeldi að heilsutjón hlýst af. Stígamótakonur hafa tekið saman tölfræði og þar kemur í ljós að mun fleiri karlmenn eru á skrá hjá þeim sem gerendur heldur en konur sem þolendur, en þetta er mjög varlega áætlað að ef 10-20% norrænna kvenna verður fyrir slíku ofbeldi að þá eru gerendurnir álíka margir."
Hafa allir þeir karlmenn sem eru á skrá hjá stígamótum beitt konur ofbeldi þannig að alvarlegt heilsutjón hlaust af?
126 Íslendingar eru í framboði fyrir Vinstri græna fyrir alþingiskosningarnar. Þar af eru 69 karlmenn. Þessir frambjóðendur eru að sögn Drífu þverskurður íslensku þjóðarinnar og því eðlilegt að spyrja sig hvort 14 þessara karlmanna og frambjóðanda Vinstri grænna séu nauðgarar.

,,Þetta er nú mjög óréttlátt að setja þetta þannig fram að á listum okkar, stjórnmálahreyfingarinnar, séu nauðgarar því að með þessu erum við að reyna að skapa umræðu í þjóðfélaginu og reyna að koma henni í réttan farveg og ég tel svona spurningu mjög ósanngjarna."


Hvað er ósanngjarnt við þessa spurningu? Blasir hún ekki við?

3/5 12:30
Annars er eitt sem Drífa segir sem fer óskaplega í taugarnar á mér. því að með þessu erum við að reyna að skapa umræðu í þjóðfélaginu og reyna að koma henni í réttan farveg Það er einhver lenska þessa dagana að það sé í lagi að henda fram hvaða vitleysu sem er fram svo lengi sem tilgangurinn er að skapa umræðu.

Stoppið þennan mann, hann myrti föður minn hrópar Drífa á eftir mér á laugaveginum. Nærstaddir snúa mig niður og færa bláan og marinn í hendur lögreglu. Fljótt kemur í ljós að ég er algjörlega saklaus, faðir Drífu var alls ekki myrtur, þetta var einungis hugarburður hennar. Þegar gengið er á hana svarar hún ég var að reyna að skapa umræðu í þjóðfélaginu.

Það skiptir máli hvað fólk segir, jafnvel þó það sé grænt vinstra megin.

feminismi pólitík
Athugasemdir

Eggert - 03/05/03 12:58 #

Mér sýnist svona áróður vera helst til þess ætlaður að koma fyrir sektarkennd hjá hinum 80% karlmanna. Tölfræðin á bak við þetta er náttúrulega sú tölfræði sem á tungumáli stærðfræðinnar kallast lygi. Nema það andlega tjón sem hlýst af hverri einustu nauðgun sé þetta 'alvarlega heilsutjón', en þá má sleppa orðunum 'sem af hlýst alvarlegt heilsutjón' algerlega. Nema þessi prósenta nauðgara sé að valda þessu alvarlega heilsutjóni almennt en ekki einhver önnur. Vitanlega eru frambjóðendur VG krosstékkaðir við nauðgaralista Stígamóta. Næsta lógíska skref er að krosstékka frambjóðendur annarra flokka, og birta nöfn þeirra.

thors - 04/05/03 03:35 #

Drífa var að vísa í sænska rannsókn og er eitthvað fáránlegt að benda á þetta þegar tölurnar liggja fyrir. Ef að þetta er raunin að 10-20 kvenna lendir í nauðgun eða öðru ofbeldi þá er hægt að áætla svipaður fjöldi karla beiti ofbeldi þó það sé hugsanlega eitthvað minna þar sem sumir karlar leggja sig við það að berja og nauðga fleiri en einni konu. Og heldur nokkur maður í alvörunni að hún sé að reyna að búa til sektarkennd hjá þeim sem EKKI beita konur ofbeldi. Hvaða andskotans viðkvæmni og heimska er þetta. Týpískt að þegar talið beinist að ofbeldi á konum þá fara allir helvítis kallarnir að grenja.

Matti Á. - 04/05/03 11:51 #

Segðu mér thors, af hverju eru karlkyns frambjóðendur VG undanskyldir í þessari tölfræði?

Af hverju er spurning um fjölda nauðgara meðal frambjóðenda VG ósanngjörn?

Er það hugsanlega satt sem Eggert bendir á hér fyrir ofan, að VG hafi krosstékkað frambjóðendur sínar við nauðgaralista Stígamóta?

Það er nú ágætt að fólk sýni flokkshollustu en það er út í hött að reyna að verja þennan kjánaskap hennar Drífu með þessum rökum.

Týpískt að þegar talið beinist að ofbeldi á konum þá fara allir helvítis kallarnir að grenja.

Já, þetta er svona í takt við það sem ég hef sagt. Það má ekki gagnrýna það sem sumir láta frá sér. Jafnvel þegar um er að ræða afskaplega vafasama speki. Eiga menn að sýna orðum Drífu óttablanda virðingu af því að hún er kona að tala um ofbeldi gegn konum? Eru allar fullyrðingar í þeim málaflokki undanskyldar gagnrýni?

Eggert - 05/05/03 12:11 #

Thors: takk fyrir sérlega málefnalegt innlegg. "Andskotans viðkvæmni og heimska" lýsir innleggi þínu eiginlega best.

Tekið af síðu VG: "Þannig hefur það verið brýnt fyrir stúlkum að þær verði að kunna ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Með því móti er ábyrgðin af ofbeldinu sett á herðar konunnar sem fyrir því verður. Það er ekki sanngjarnt. Hugmyndasmiðja VG álítur tímabært að ábyrgðin sé sett á réttan stað; á herðar þess sem ofbeldinu veldur. Horfast verður í augu við þá staðreynd að 10% – 20 % íslenskra karla nauðga svo af hlýst alvarlegt heilsutjón."
Þarna er byrjað á því að undirstrika það að það er gerandinn sem veldur nauðgunum. Svo er það tekið fram að einhver viss (upplogin) prósenta karlmanna hafi fremji nauðgun "sem af hlýst alvarlegt heilsutjón". Ég held þessari viðbót hefði betur verið sleppt - bæði vegna þess hún byggir ekki á traustum tölfræðilegum grunni, heldur ályktunum viðkomandi stjórnmálamanna, og vegna þess að hún á bara ekki heima þarna. Einhverjir nauðga, og það er glæpur. Sökin er alfarið nauðgaranna. Samfélagið leggur alls ekki blessun sína yfir nauðganir á neinn hátt. Alls ekki.
Mér finnst þetta líka vera algert kjaftæði, að konur séu gerðar ábyrgar fyrir nauðguninni. Svona hugsar enginn. Þetta er svipað og að gagnrýna fólk fyrir að læsa bílnum sínum - innbrot í bíla séu jú sök þjófa, en ekki bíleigenda.

Þegar allt kemur til alls, þá er ekki í lagi að ljúga til að skapa umræðu. Nauðganir eru vandamál, en þetta á ekki neitt skylt við jafnrétti. Körlum er líka nauðgað. Nauðgun er glæpur, þar sem einstaklingur (eða hópur einstaklinga ef um hópnauðgun er að ræða) brýtur niður aðra manneskju. Nauðgun er ekki framin af samfélaginu. Það að skella skuldinni á "10-20% karla" og kalla með því alla karla til ábyrgðar er bara vitleysa. Það er alveg eins hægt að kalla allt samfélagið yfirhöfuð til ábyrgðar, því eins og afrískur málsháttur segir, þá þarf heilt þorp til, til þess að ala upp barn.

thors - 05/05/03 13:28 #

Jæja, þó að heimskunni sé kannksi ekki svo mikið fyrir að fara á þessari síðu er alveg ljóst að þetta er viðkvæmt málefni og karlar hrökkva í baklás þegar talið berst að nauðgunum og heimilisofbeldi af því að það eru karlar sem fremja þessa glæpi og þessi ofbeldisverk. Þau eru miklu algengari en fólk heldur og það er akkúrat það sem við erum að tala um hérna. Nauðganir eru víðtækt alvarlegt samfélagsvandamál. Hvernig stendur t.d. á því að við getum nánast bókað það að 5-10 nauðganir eru tilkynntar um verslunarmannahelgina, ath. bara tilkynntar. Ég ætla ekki að taka undir þessa tölu Drífu. En hvað haldið þið að margir karlar hafi nauðgað 1%? 5%? 10%? Hversu margir ef að 10-20% kvenna hafa orðið fyrir nauðgun sem heildutjón hlýst af og nota bene það er ekki mikið um léttvægar nauðganir þannig að við erum að tala um allan pottinn hérna. Málið er að þetta er grasserandi vandamál. Það eru ekki einhverjir sem nauðga, það eru margir sem nauðga. Varðandi að konur séu gerðar ábyrgar fyrir nauðgunninni er miklu algengari en þið haldið og greinilegt að þið eruð ekki inn í málunum (heimska? fáfræði?, veit ekki) Ég minni á myndina The Accused með Jody Foster þar sem þetta vel þekkta vandamál var tekið fyrir. Tilfellið er að hér eru lögfræðingar eins og Örn Klausen sem gera út á svona málsvörn í vörn sinni fyrir nauðgara. Konur sem voru of sexí eða jafnvel döðruðu við nauðgarann eru gerðar ábyrgar fyrir því að þeim er nauðgað það eru til ótal dæmi um það.